Copy
View this email in your browser

Kórónukreppan: Af hverju ætti ríkið að styðja sveitarfélögin fjárhagslega?

Föstudaginn 13. nóvember, kl. 09:00-11:00, verður fimmta föstudagsráðstefnan í röð fjármálaráðstefnunnar 2020 haldin undir yfirskriftinni Kórónukreppan: Af hverju ætti ríkið að styðja sveitarfélögin fjárhagslega? 

Þeir sem skráðu sig á fjármálaráðstefnuna, sem fór fram 1. og 2. október sl., hafa þegar fengið sendan tengil inn á fundinn í tölvupósti. Þeir sem ekki voru skráðir en hafa áhuga á að taka þátt í fundinum geta komið inn á vefsíðu fundarins að morgni fundardags en tengill á fundinn verður þá kominn þar inn.

Vefur fjármálaráðstefnunnar

Heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga framlengd til 10. mars

Heimild sveitarstjórna til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að tryggja starfshæfi sitt og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags, á grundvelli VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, hefur verið framlengd til 10. mars 2021.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, veitti slíka heimild þann 19. mars sl. en með auglýsingu, dags. 11. ágúst 2020, var heimildin framlengd um þrjá mánuði eða til 10. nóvember nk. Í ljósi hertra samkomutakmarkana og að viðhöfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ráðherra framlengt ofangreinda heimild í fjóra mánuði til viðbótar eða til 10. mars 2021.

Samband íslenskra sveitarfélaga áréttar að til að virkja áframhaldandi heimild til fjarfunda þarf sveitarstjórn að samþykkja að svo verði gert. Heimilt er að slík samþykkt fari fram á fjarfundi.

Auglýsing í Stjórnartíðindum

Stafrænt ráð sveitarfélaganna hefur hafið störf

Stafrænt ráð sveitarfélaganna, sem skipað er fulltrúum tilnefndum af landshlutasamtökunum og Reykjavíkurborg, hefur hafið störf. Hlutverk ráðsins er m.a. að styrkja samstarf sambandsins við sveitarfélög um stafræna framþróun þeirra og að stuðla að samhæfðri vinnu sveitarfélaga að stafrænni framþróun. Þá mun ráðið leggja mat á forgangsröðun stafrænna þróunarverkefna sveitarfélaga og vera til ráðgjafar við undirbúning stærri viðburða sambandsins á sviði stafrænnar þróunar. 

Lestu meira um stafrænt ráð sveitarfélaganna

Rekstrarkostnaður á heilsdagsígildi í leikskólum 2019

Út er komið yfirlitsskjal um rekstrarkostnað á hvert heilsdagsígldi leikskólabarna eftir stærð leikskóla árið 2019. Um er að ræða beinan rekstrarkostnað á almenna leikskóla sveitarfélaga.

Miðlægur kostnaður t.d. vegna skólaskrifstofa er ekki meðtalinn. Að gefnu tilefni er bent á að margvíslegar ástæður geta orsakað mun á lykiltölum eftir skólum og/eða sveitarfélögum. Hafa ber í huga að landfræðilegar aðstæður, eða breytur eins og samsetning starfsfólks í skóla getur haft áhrif á lykiltölur og því gagnlegt fyrir sveitarfélög að kanna nánar í hverju munurinn felst.

Nánar um rekstrarkostnað í leikskólum

Styrkir fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla

Starfar þú við menntun í skóla? Viltu fara í samstarf við skóla á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum? Nordpus Junior býður styrki til náms, þjálfunar og samstarfsverkefna fyrir leik- grunn- og framhaldsskóla. Kynntu þér málið á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga
Almennur umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2021.

Málþing um reynsluverkefni og íbúasamráð


Sambandið og Akureyrarbær fengu í lok árs 2018 styrk frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að fara í reynsluverkefni um íbúasamráð. Markmið verkefnisins var að byggja upp þekkingu í sveitarfélögum á því hvernig hægt sé að beita samráðsaðferðum sem kynntar eru í handbók sambandsins um íbúasamráð frá 2017. Að auki voru Kópavogsbær, Norðurþing og Stykkishólmsbær valin til þátttöku í verkefninu og miðluðu fulltrúar sveitarfélaganna reynslu sinni til annarra sveitarfélaga á málþinginu.
Unnt er að nálgast erindi og upptökur frá málþinginu á vef sambandsins. 
Málþing um reynsluverkefni og íbúasamráð
Twitter
Facebook
Website
Tíðindi 19. tbl. 12. nóvember 2020  
Copyright ©Samband íslenskra sveitarfélaga 2020, Allur réttur áskilinn. 
Netfang: samband@samband.is

Viltu breyta eða segja upp áskrift? afskrá af póstlista.

Sumt tekur tíma. Vertu þolinmóður og vertu jákvæður, hlutirnir verða betri. - Nafnlaus


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Samband íslenskra sveitarfélaga · Borgartún 30 · Reykjavik 108 · Iceland