Copy
View this email in your browser

Starfsáætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020


Starfsáætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020 er komin á vefinn. Starfsáætlun er lögð fram einu sinni á ári og byggir hún á stefnumörkun sambandsins 2018-2022 Í henni eru sett fram þau föstu verkefni sem stjórn sambandsins mun taka fyrir á fundum sínum á árinu í samræmi við stefnumótun og samþykktir sambandsins. Einnig er þar að greint frá hlutverki og meginmarkmiðum hvers sviðs sambandsins fyrir sig. 


Stefna Sambands íslenskra sveitarfélaga
um samfélagslega ábyrgð


Á fundi stjórnar sambandsins í nóvember 2019 var samþykkt Stefna Sambands íslenskra sveitarfélaga um samfélagslega ábyrgð. Í stefnunni er að finna markmið sambandsins og aðgerðaráætlun um samfélagslega ábyrgð fyrir árin 2019-2022.

Umsagnir sambandsins

Á meðal áhugaverðra mála sem sambandið hefur veitt umsögn undanfarið um má benda á umsögn reglugerð um Fiskeldissjóð. Hlutverk sjóðsins er að styrkja uppbyggingu innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað og þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Einnig hefur sambandið veitt umsögn um stofnun Hálendisþjóðgarðs, Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða og frumvarp um breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs. Í flestum tilvikum hefur sambandið óskað eftir fundi með viðkomandi ráðuneyti til að fylgja eftir umsögnum sínum.
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt staðlinum ÍST 85:2012. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. VJafnlaunavottun var lögfest í júní 2017 með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.  Nánari upplýsingar um jafnlaunavottun Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Sambandið hefur verið valið sem einn af 10 þátttakendum í tilraunaverkefninu Heilsueflandi vinnustaður. Verkefnið er samvinnuverkefni Landlæknisembættisins, VIRK og Vinnueftirlitsins. Með heilsueflingu á vinnustöðum er stefnt að því að bæta vinnuskipulag og vinnuumhverfi, hvetja til virkrar þátttöku og stuðla að áframhaldandi þroska einstaklingsins. Ávinningur starfsfólks er færri slys og sjúkdómar, bætt heilsa og aukin vellíðan og starfsánægja.


Fræðslufundur um Sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks

Námskeið um Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður haldið á Grand hóteli í Reykjavík mánudaginn 3. febrúar nk. Markmið fundarins er að fara yfir þýðingu þess fyrir sveitarfélögin sem stjórnvalds að stefnt skuli að lögfestingu Sáttmála SÞ í lok árs 2020. Þátttökugjald er 8.500 krónur, innifalinn er hádegisverður og kaffi. 
Dagskrá og skráning á fundinn


Samband íslenskra sveitarfélaga hefur verið valið sem einn af 10 þátttakendum í tilraunaverkefninu Heilsueflandi vinnustaður. Verkefnið er samvinnuverkefni Landlæknisembættisins, VIRK og Vinnueftirlitsins. Markmið verkefnisins er að stuðla að betri heilsu og vellíðan vinnandi fólks á vinnustöðum, fyrirbyggja kulnun og minnka brottfall af vinnumarkaði. Í samstarfinu felst mótun viðmiða fyrir heilsueflandi vinnustaði sem og upplýsingamiðlun til að tryggja að vinnustaðir hafi góð verkfæri til að skapa heilsueflandi umhverfi. 
Twitter
Facebook
Website
Copyright ©Samband íslenskra sveitarfélaga 2020, Allur réttur áskilinn. 

Netfang:
samband@samband.is

Viltu breyta eða segja upp áskrift?
afskrá af póstlista.

DRJÚG ERU MORGUNVERKIN