Copy
View this email in your browser

Skilgreining grunnþjónustu

Sambandið vekur athygli sveitarfélaga á því að í samráðsgátt stjórnvalda er til umsagnar tillaga frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um skilgreiningu grunnþjónustu, sem unnin er á grundvelli byggðaáætlunar.

Í skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu er gengið út frá jafnræðissjónarmiði, að allir íbúar landsins eigi jafnan rétt til grunnþjónustu á vegum ríkis og sveitarfélaga. Mikilvægt er að breytingar á skipulagi þjónustunnar taki mið af þeim íbúum sem verst standa þegar kemur að aðgengi að þjónustunni.

Nánar á vef sambandsins

Námsleyfi grunnskólakennara og skólastjórnenda skólaárið 2022-2023

Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2022–2023.

Umsækjendum er gert að skila inn umsóknum á rafrænu formi á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2021.

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Námsleyfasjóðs.

Hafnafundur 2021

10. hafnafundur Hafnasambands Íslands, haldinn á Teams föstudaginn 3. september 2021.

Fyrirhugað var að hafa staðfund en þar sem veiran er enn á ferli í samfélaginu var ákveðið að hafa fundinn rafrænan að þessu sinni. 

Fundurinn hefst stundvíslega kl. 10:00 með ávarpi Lúðvíks Geirssonar, formanns Hafnasambands Íslands. 

Dagskrá og skráning á fundinn

Samantekt um sögu Jafnréttisráðs 1976-2020 komin út

Tekin hefur verið saman saga Jafnréttisráðs frá stofnun þess 1976 fram til árloka 2020 þegar ráðið var lagt niður með nýjum jafnréttislögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

Frá stofnun ráðsins hefur verkefnum sem stuðla að jafnrétti fjölgað á dagskrá stjórnvalda, stjórnsýsla jafnréttismála verið efld á ýmsa vegu og stjórnvöld sýnt sífellt meira frumkvæði innan málaflokksins.

Samantektin er því bæði yfirlit yfir sögu Jafnréttisráðs og  yfirlit yfir stöðu og þróun jafnréttismála almennt sem og stofnanaumgjarðar jafnréttismála.

Nánar á vef sambandsins

Vefráðstefna um samstarf sveitarfélaga um stafræna umbreytingu

Sambandið minnir á vefráðstefnu um samstarf sveitarfélaga um stafræna umbreytingu sem fram fer miðvikudaginn 29. september nk.

Á vefráðstefnunni verður kynnt hvernig fjárhagsaðstoðarlausnin mun virka fyrir sveitarfélög og umsækjendur, og hvernig tæknileg högun verður gagnvart sveitarfélögum og inn á Ísland.is. Sveitarfélög munu segja frá því hvernig þau hafa nýtt sér samstarfið til að hraða stafrænni umbreytingu sinni. Kynnt verður nýtt lausnatorg á stafraen.sveitarfelog.is og hvernig stafrænt teymi sambandsins ætlar sér að vinna á næsta ári fyrir sveitarfélögin og hverjar áskoranirnar eru.

Nánar á vef sambandsins
Twitter
Facebook
Website
Tíðindi 31. tbl. 2. september 2021
© Samband íslenskra sveitarfélaga 2021, Allur réttur áskilinn.
Netfang: samband@samband.is

Viltu breyta eða segja upp áskrift? Afskrá af póstlista.
 
Lastaranum líkar ei neitt,
lætur hann ganga róginn.
Finni hann laufblað fölnað eitt,
þá fordæmir hann skóginn.
- Steingrímur Thorsteinsson

 
   


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Samband íslenskra sveitarfélaga · Borgartún 30 · Reykjavik 108 · Iceland