Samantekt um sögu Jafnréttisráðs 1976-2020 komin út
Tekin hefur verið saman saga Jafnréttisráðs frá stofnun þess 1976 fram til árloka 2020 þegar ráðið var lagt niður með nýjum jafnréttislögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
Frá stofnun ráðsins hefur verkefnum sem stuðla að jafnrétti fjölgað á dagskrá stjórnvalda, stjórnsýsla jafnréttismála verið efld á ýmsa vegu og stjórnvöld sýnt sífellt meira frumkvæði innan málaflokksins.
Samantektin er því bæði yfirlit yfir sögu Jafnréttisráðs og yfirlit yfir stöðu og þróun jafnréttismála almennt sem og stofnanaumgjarðar jafnréttismála.
|