Copy
Skoða póstinn í vafra

Samstarf um að efla nýsköpun hjá hinu opinbera

Væntanlegt samstarf fjármálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um að endurvekja nýsköpunarverðlaun í opinberri stjórnsýslu og þjónustu, var nýlega kynnt. Einnig stendur til að gerð verði sameiginleg könnun á nýsköpun hjá hinu opinbera. 

Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu voru síðast veitt á árinu 2015, en hvað könnunina snertir, þá verður skoðað hvort byggja megi á norrænu könnuninni „Innovationsbarometer“, sem var upphaflega þróuð af dönsku stofnuninni Center for offentlig innovation.

Nánar

Greinargerð um notendastýrða persónulega aðstoð - NPA

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman greinargerð um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) á Norðurlöndum. Nauðsynlegt er að mati sambandsins að slík greinargerð liggi fyrir, en Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, sem felur í sér lögfestingu NPA sem þjónustuform.

Í greinargerðinni er samanburður við hin Norðurlöndin á þeim atriðum sem helst hafa verið í umræðunni hér á landi í tengslum við innleiðingu á þjónustunni. Má þar nefna sem dæmi þróun í fjölda samninga og útgjöldum, takmarkanir á því hverjir eigi tilkall til þjónustunnar og fyrirkomulag á ráðningu aðstoðarmanna.

Einnig kemur glöggt fram, hve miklu máli skiptir hverju sinni hvers konar skilyrði eru sett fyrir NPA og hvernig staðið er að mati á stuðningsþörf.

Nánar

Vanda verður betur til verka

Samband íslenskra sveitarfélaga gerir athugasemdir við að lögheimilisskráning verði heimiluð í frístundabyggð annars vegar og í atvinnuhúsnæði hins vegar, eins og gert er ráð fyrir að tilteknum skilyrðum uppfylltum í drögum að frumvarpi um lögheimili og aðsetur.

Að mati sambandsins er um nokkuð róttækar breytingar að ræða sem draga munu dilk á eftir sér hvað m.a. skiptingu útsvarstekna varðar og réttindi íbúa til þjónustu. Til lengri tíma litið mun skipulagsvald sveitarfélaga einnig standa veikar að vígi.

Varðandi þá tvöföldu lögheimilisskráningu hjóna, sem er lögð til, bendir sambandið á, að sá réttur ætti einnig að ná til sambýlisfólks. Einnig þyrfti að skoða, hvort slík skráning ætti frekar að vera leyfð til ákveðins tíma hverju sinni.

Þess má svo geta að skipulagsnefnd sambandsins samþykkti bókun um málið á fundi sínum 12. jan. sl.

Nánar

Ekki sjálfgefið að kosningaþátttaka aukist

Umsögn sambandsins liggur nú fyrir vegna frumvarps á Alþingi um lækkun kosningaaldurs í 16 ár. Tekið er undir þær áhyggjur sem koma fram í greinargerð þess að kosningaþátttaka, sér í lagi hjá ungu fólki, fari minnkandi. Það breytir þó ekki, að mati sambandsins, þeirri meginreglu að grundvallarbreytingar á reglum um kosningarétt verði að byggja á traustum grunni.

Á meðal þess sem sambandið telur að skoða þurfi betur er kjörgengi 16 ára ungmenna. Nauðsynlegt er einnig að skoða fyrirfram þau lögfræðilegu álitaefni sem gætu komið upp vegna setu ólögráða ungmennis í sveitarstjórn, sem er enn undir forsjá foreldra sinna.  

Á meðal annarra ábendinga má nefna, að lækkun kosningaaldurs leiðir ekki sjálfkrafa af sér aukna kosningaþátttöku. Tilraunaverkefni í Noregi leiddi t.a.m. í ljós, að slík lækkun hefði lítil áhrif á kosningahegðun ungs fólks á aldrinum 16-18 ára til lengri tíma litið. Herferð sem farið var í fyrir sveitarstjórnarkonsingar í Danmörku 2013 hafði aftur á móti umtalsverð áhrif. Jókst almenn kosningaþátttaka um 6% og um 13% í aldurshópnum 18-21 árs.

Nánar

Dagur leikskólans er 6. febrúar

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í 11. sinn þriðjudaginn 6. febrúar nk. Á þessum mánaðardegi er þess minnst, að árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Markmiðið er að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið. 

Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra. 

Ljósmyndin hér að ofan er frá degi leikskólans á síðasta ári í Kærabæ á Fáskrúðsfirði í Fjarðabyggð

Nánar
Samband íslenskra sveitarfélaga gengst fyrir umræðu- og upplýsingafundi um málefni barna með geð- og þroskaraskanir föstudaginn 9. feb. nk.  
Opnað verður fyrir styrkumsóknir vegna svæðisbundinnar flutningsjöfnunar þann 1. mars. nk. Byggðastofnun sér um úrvinnslu styrkumsókna.
Copyright © 2_2018
Samband íslenskra sveitarfélaga
Allur réttur áskilinn


Sendu okkur póst ef þú ert með athugasemd eða ábendingu. 
Einnig geturðu skráð þig af útsendingarlista ef þú vilt ekki fá send fleiri Tíðindi.


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Samband íslenskra sveitarfélaga · Borgartún 30 · Reykjavik 108 · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp