Copy

Samið við sex aðildarfélög BHM

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og sex aðildarfélaga Bandalags háskólamanna undirrituðu í dag, föstudaginn 8. maí, nýja kjarasamninga. Samningarnir eru í anda Lífskjarasamningsins sem þegar gildir á almennum vinnumarkaði.
Félögin sem um ræðir eru Þroskaþjálfafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Iðjuþjálfafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Dýralæknafélag Íslands og Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Kjaraviðræður aðila fóru alfarið fram á fjarfundum. Verði samningarnir samþykktir munu þeir gilda frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023.  

Samningar við 46 stéttarfélög í höfn
Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur nú farsærlega lokið kjarasamningum við  46 stéttarfélög starfsmanna sveitarfélaga, sem gerðir eru með það að markmiði að stuðla að stöðugleika og framþróun á vinnumarkaði.
Samninganefnd sambandsins vill koma á framfæri þökkum til samninganefnda félaganna fyrir fagleg og lausnamiðuð vinnubrögð við kjarasamningagerðina þar sem sanngirni og samningsvilji hafa verið leiðarljósið í samningaferlinu.
Nú fer í hönd kynning á og atkvæðagreiðsla um kjarasamningana meðal félagsmanna félaganna. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samningana mun liggja fyrir þann 15. maí næstkomandi.

Vel heppnaður fjarfundur með framkvæmdastjórum sveitarfélaga

Mánudaginn 4. maí sl. hélt stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samráðsfund með sveitarfélögunum þar sem öllum bæjar- og sveitarstjórum, sem og framkvæmdastjórum landshlutasamtaka var boðin þátttaka. Yfir 80 manns tóku þátt í fundinum, sem fór fram í gegnum Teams fjarfundarbúnaðinn og var mikil ánægja með hvernig til tókst. 
Í byrjun fundar voru haldin erindi um fjármál sveitarfélaga og fjárþörf þeirra árin 2020-2021 og um stöðu og þróun í fjármálum ríkisins. Að því loknu var hópnum skipt niður í 10 umræðuhópa sem höfðu það hlutverk að ræða stöðu, horfur og viðbrögð við Covid-19 hjá sveitarfélögunum.
Mjög góðar umræður fóru fram og munu niðurstöður þeirra vera gott veganesti fyrir stjórn í samræðum við ríkið á næstu vikum. 
Var þessi fundur mikilvægur þáttur til að auka samráð við sveitarfélögin og mun sambandið án efa halda fleiri slíka fundi í framtíðinni.

Kallað eftir erindum á Byggðaráðstefnuna 2020 

Byggðaráðstefnan 2020 verður haldin undir yfirskriftinni Menntun án staðsetningar? Framtíð menntunar í byggðum landsins. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Kötlu á Höfðabrekku í Mýrdal 13.-14. október. Ráðstefnan er vettvangur fólks úr háskólum, stjórnsýslu, sveitarstjórnum, skólakerfinu og annarra sem áhuga hafa á byggðaþróun og menntamálum.

Kallað er eftir erindum frá fræða- og háskólasamfélaginu, stefnumótendum og þeim sem vinna á vettvangi þar sem fjallað er um stöðu og þróun byggðar. Erindin geta í víðum skilningi fjallað um fyrirkomulag, breytingar og skipan skólahalds frá leikskóla til fullorðinsfræðslu og háskóla.

Að ráðstefnunni standa: ByggðastofnunSamtök sunnlenskra sveitarfélagaSamband íslenskra sveitarfélaga og Mýrdalshreppur.

Lesa meira

Kynjajafnrétti og COVID-19

Á fjarfundi Samtaka evrópskra sveitarfélaga, sem fór fram í vikunni, var fjallað um áhrif COVID-19 faraldursins á kynjajafnrétti í Evrópu. Þar kom fram að aðstæður í Evrópu eru um margt svipaðar og að konur í Evrópu sinna að stærstum hluta störfum sem skilgreinast þessa dagana sem nauðsynleg grunnþjónusta. Þar má meðal annars nefna spítala, heilsugæslu, umönnun aldraðra, skóla og leikskóla. Þá er víða í Evrópu einungis heimilt að hafa matvöru- og lyfjaverslanir opnar og þeim störfum er að stærstum hluta sinnt af konum. Afleiðingar þessa eru margvíslegar og eru þær helstu reifaðar í frétt á vef sambandsins sem nálgast má á hlekknum hér að neðan.
Lesa meira

Úthlutun úr endurmenntunarsjóði grunnskóla 2020

Stjórn Námsleyfasjóðs, sem fer með málefni Endurmenntunarsjóðs grunnskóla, hefur lokið úthlutun árið 2020. Alls bárust umsóknir um styrki til 187 verkefna frá 73 umsækjendum upp á rúmar 149 milljón króna.

Ákveðið var að nýta ekki heimild 5. greinar í reglum um Endurmenntunarsjóð grunnskóla og því voru engin forgangsverkefni auglýst að þessu sinni. Þess í stað var ákveðið að veita öllum verkefnum styrki og nam heildarfjárhæð styrkloforða kr. 53.490.000.  Yfirlit úthlutunar 2020 .

Samband íslenskra sveitarfélaga minnir sveitarstjórnarmenn á eftirtalda viðburði - smelltu á tengil við nafn viðburðarins til að fá frekari upplýsingar: 
Facebook
Twitter
Website
Tíðindi 8. tbl. 8. maí 2020  
Copyright ©Samband íslenskra sveitarfélaga 2020, Allur réttur áskilinn. 


Netfang:
samband@samband.is

Viltu breyta eða segja upp áskrift?
afskrá af póstlista.

Líkt og kletturinn lætur vindinn ekki á sig fá, lætur greint fólk hrós og skammir ekki á sig fá
Buddha


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Samband íslenskra sveitarfélaga · Borgartún 30 · Reykjavik 108 · Iceland