Copy
View this email in your browser

Hefjum störf!

Með nýju atvinnuátaki stjórnvalda „Hefjum störf“ er stefnt að því að skapa allt að sjö þúsund tímabundin störf. Atvinnuátakið er í samvinnu atvinnulífsins, opinberra stofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka. Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, telur að átakið muni verða öllum til góðs.

Mark­miðið með átak­inu er að skapa allt að 7 þúsund tíma­bund­in störf í sam­vinnu við at­vinnu­lífið, op­in­ber­ar stofn­an­ir, sveit­ar­fé­lög og fé­laga­sam­tök. Ráðgert er að verja um 4,5 til 5 millj­örðum króna í átakið.

Nánar á vef sambandsins

Áhrif hertra sóttvarnarreglna á skólastarf

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum munu hertar sóttvarnarreglur taka gildi á miðnætti í kvöld. Lesa má nánar um almennar aðgerðir í frétt á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins og í reglugerð nr. 321/2021 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Reglurnar byggja á minnisblaði sóttvarnarlæknis.

Sérstakar reglur gilda um skólastarf en gerðar hafa verið breytingar á reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar sem einnig taka gildi á miðnætti og gilda til 31. mars nk. 

Nánar á vef sambandsins

Hvatt til skráningar í bakvarðarsveit velferðarþjónustunnar

Félagsmálaráðuneytið hvetur fólk til að skrá sig á lista bakvarðarsveitar velferðarþjónustunnar sem félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga halda utan um. Velferðarþjónustan sinnir þjónustu við viðkvæma hópa og mikilvægt að hún falli ekki niður þrátt fyrir það ástand sem nú ríkir.

Óskað er eftir fólki sem getur starfað í þjónustu við fatlað fólk, aldraða, heimilislausa og börn með sértækar stuðningsþarfir. Einnig getur komið til þess að óskað verði eftir fólki sem getur starfað við barnavernd og fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélögum. Óskað er sérstaklega eftir fólki með reynslu og menntun í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Reynsla af störfum í velferðarþjónustu er kostur en ekki skilyrði.

Nánar á vef sambandsins

Flokkunarkerfi ESB sem skilgreinir hvort atvinnustarfsemi er sjálfbær eða ekki

ESB hefur sett á fót flokkunarkerfi sem skilgreinir hvort atvinnustarfsemi er sjálfbær eða ekki. Flokkunarkerfið er sagt vera lykilskref í átt að markmiði ESB um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 og brýn aðgerð í aðgerðaáætlun ESB á sviði sjálfbærra fjármála.

Flokkunarkerfið mun að óbreyttu gilda á Evrópska efnahagssvæðinu og því er viðbúið að hún muni hafa töluverð áhrif á Íslandi, þar með talið atvinnustarfsemi og fjárfestingar íslenskra sveitarfélaga.

Nánar á vef sambandsins
Twitter
Facebook
Website
Tíðindi 12. tbl. 25. mars 2021
© Samband íslenskra sveitarfélaga 2021, Allur réttur áskilinn.
Netfang: samband@samband.is

Viltu breyta eða segja upp áskrift? Afskrá af póstlista.
 
Lífið hefur upp á svo miklu meira að bjóða en að sitja alltaf í farþegasætinu. (Amelia Erhart)


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Samband íslenskra sveitarfélaga · Borgartún 30 · Reykjavik 108 · Iceland