Copy
View this email in your browser

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

XXXVI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga fer fram föstudaginn 26. mars 2021.

Samkvæmt 7. gr. samþykkta Sambands íslenskra sveitarfélaga eru landsþings-fulltrúar sveitarfélaganna, formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga og framkvæmdastjórar sveitarfélaga, þ.e. sveitar- og bæjarstjórar, boðaðir til XXXVI. landsþings sambandsins sem haldið verður 26. mars 2021.

Undirbúningur landsþings miðar að því að það verði haldið á Grand hóteli í Reykjavík en ef aðstæður leyfa það ekki verður það rafrænt sama dag. Nánari upplýsingar um framkvæmd verður send út þegar nær dregur.

Nánar á vef sambandsins

Starf forvarnarfulltrúa sveitarfélaga laust til umsóknar 

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir stöðu forvarnafulltrúa sem mun vinna að því að styðja við framkvæmd aðgerðaáætlunar 2021-2025 um skipulagðar forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. 

Leitað er að drífandi leiðtoga sem brennur fyrir málefninu og hefur til að bera frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum, framúrskarandi hæfni í samskiptum, getu til að miðla efni í ræðu og riti, nákvæmni í vinnubrögðum og skipulagshæfileika. Þá krefst starfið þverfaglegs samstarfs og teymisvinnu.

Um er að ræða tímabundið starf til tveggja ára með möguleika á framlengingu.

Sérstaklega er vakin athygli á því að þeir sem ráðnir verða geta haft starfsstöð utan höfuðborgarsvæðisins á einhverjum af þeim starfsstöðvum sem Byggðastofnun hefur kynnt fyrir störf án staðsetningar, og má finna á vefsíðu stofnunarinnar eða sambærilegri aðstöðu.

Nánar á vef sambandsins

Gögn um staðgreiðsluskyldar tekjur aðgengileg á vef sambandsins

Að undanförnu hefur Hagstofa Íslands birt gögn um staðgreiðsluskyldar tekjur eftir sveitarfélögum og mánuðum á heimasíðu sinni í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Gögnin má finna á heimasíðu hagstofu www.hagstofa.is undir  „Tilraunatölfræði“. Gögnin eru  á excel formi og verða uppfærð með reglulegu millibili. Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur sett þessi gögn upp í Power BI til  að auðvelda sveitarfélögum að skoða gögnin á myndrænan hátt. 

Sveitarfélögum ætlað stórt hlutverk í hringrásarhagkerfinu

Samband íslenskra sveitarfélaga skilaði í síðustu viku umsögn um drög að stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra um meðhöndlun úrgangs til ársins 2032. Stefnan, sem ber heitið Í átt að hringrásarhagkerfi, tekur við af Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013–2024 og er það í samræmi við þær breytingar sem gerðar voru á lögum um meðhöndlun úrgangs árið 2014.

Nánar á vef sambandsins
Twitter
Facebook
Website
Tíðindi 8. tbl. 25. febrúar 2021
© Samband íslenskra sveitarfélaga 2021, Allur réttur áskilinn.
Netfangsamband@samband.is

Viltu breyta eða segja upp áskrift? Afskrá af póstlista.
 
Þegar öllu er á botninn hvolft þá fer allt einhvern veginn, þótt margur efist um það á tímabili (Halldór Kiljan Laxness, Sjálfstætt fólk).


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Samband íslenskra sveitarfélaga · Borgartún 30 · Reykjavik 108 · Iceland