Copy

Fyrsti maí, einnig kallaður verkalýðsdagurinn, er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Árið 1889 hittust fulltrúar alþjóðasamtaka kommúnista á ráðstefnu í París í tilefni af því að hundrað ár væru liðin frá því að Parísarbúar tóku Bastilluna. Þar var ákveðið að gera fyrsta maí að baráttudegi hreyfingarinnar.

Á Íslandi var fyrsta kröfugangan á fyrsta maí gengin 1923 og hefur dagurinn verið löggiltur frídagur á Íslandi síðan 1966.(Heimild: Wikipedia)

Höfundur: Tryggvi Þórhallsson

Dökkar horfur í efnahagsmálum og krafa um viðræður við ríkið

Á fundi stjórnar sambandsins föstudaginn 24. apríl sl. var fjallað um efnahagsleg áhrif Covid-19 á sveitarfélögin og þá sérstaklega hugsanlegt tekjufall þeirra. Á fundinum samþykkti stjórnin bókun þar sem farið var fram á að ríkissjóður komi að því að verja þjónustu og starfsemi sveitarfélaganna á landinu öllu. Ljóst er að gangi spár eftir muni rekstur sveitarfélaganna verða þungur um langan tíma og verður ekki leystur með lántökum og niðurskurði í þjónustu. 
Aukafundur var í stjórn sambandsins vegna málsins þann 29. apríl. Þar áréttaði stjórnin fyrri bókun og krafðist þess að ríkisstjórnin kalli sambandið nú þegar að borðinu til viðræðna um hlut sveitarfélaga í næsta aðgerðarpakka ríkisvaldsins. 
Lesa meira

Fundur með öllum bæjar- og sveitarstjórum landsins 

Mikil samstaða er meðal sveitarstjórnarmanna vegna þess vanda sem nú er uppi í efnahagsmálum vegna COVID-19. Stjórn sambandsins vill hafa náið og gott samstarf við öll sveitarfélög og hefur boðað til fundar með bæjar- og sveitarstjórum sem og framkvæmdastjórum landshlutasamtaka mánudaginn 4. maí nk. Næsti fundur stjórnar verður svo fjórum dögum síðar, föstudaginn 8. maí, og verður þá nánar fjallað um stöðu mála og viðbrögð stjórnar við stöðunni.

Lesa meira
Kópavogur. Ljósm.: Ingibjörg Hinriksdóttir

Leiðbeiningar vegna boðaðs verkfalls Eflingar

Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur sent frá sér leiðbeiningar vegna boðaðs verkfalls félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ og hjá Sveitarfélaginu Ölfusi. Athygli er vakin á því að þrátt fyrir boðað verkfall Eflingar í Hveragerðisbæ mun ekki verða af því þar sem enginn starfsmaður Hveragerðisbæjar á aðild að Eflingu stéttarfélagi. Ótímabundið verkfall þessara félagsmanna hefst kl. 12:00 á hádegi þriðjudaginn 5. maí 2020.
Lesa meira ... 

Umsögn sambandsins um aðgerðarpakka tvö

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur veitt umsögn um frumvarp til fjáraukalaga og frumvarp um frekari aðgerðir aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru . Í umsögninni er lýst óánægju með hve lítið samráð var haft við sambandið um þennan annan aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Lesa meira ... 

Stafræn þróun sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til fjarráðstefnu um stafræna þróun sveitarfélaga.

Dagskrá:
09:00  Setning – Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
09:10  Samstarf og tækifæri sveitarfélaga í stafrænni framþróun – Fjóla María Ágústsdóttir, breytingastjóri stafrænnar þjónustu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
09:25  Stafræn vegferð hins opinbera- island.is – Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi hjá Stafrænu Íslandi
09:40  Structure and collaboration in digital transformation of municipalities – Soren Frederik Bregenov- Beyer,
10:00  Fjárhagsaðstoðarlausn Reykjavíkurborgar – Edda Jónsdóttir teymisstjóri hjá Stafrænni Reykjavík á Þjónustu- og nýsköpunarsviði
10:15  Nýir starfshættir, ný framtíð – Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar.
10:30  Umræður – fyrirlesarar spjalla og sitja fyrir svörum.

Ráðstefnan verður haldin á Zoom og eru allir velkomnir.
Tengill á ráðstefnuna mun birtast á vef og FB síðu sambandsins og þegar að nær dregur.

Efnahagsaðgerðir ESB í tengslum við COVID-19

Aðildarríki ESB hafa á hvert fyrir sig kynnt efnahagsaðgerðir sem er ætlað að stemma stigu við neikvæðum áhrifum COVID-19. Til viðbótar hafa ríkin komið sér saman um aðgerðir þar sem tæki og tól ESB verða nýtt til þess að styðja við hagkerfi Evrópu.
Evrópusamtök sveitarfélaga CEMR hafa sett á laggirnar sérstakan Covid-hóp til að gæta hagsmuna meðlima sinna gagnvart ESB aðgerðum og til að miðla reynslu og þekkingu á milli meðlima sinna. Forstöðumaður Brusselskrifstofu mun taka þátt í starfi hópsins og miðla upplýsingum til sambandsins og íslenskra sveitarfélaga.
Lesa meira...

Byggðafesta og búferlaflutningar: Sveitir og strjálbýli á Íslandi

Byggðastofnun leitar til íbúa í strjálbýlli hlutum Íslands um þátttöku í könnuninni Byggðafesta og búferlaflutningar: Sveitir og strjálbýli á Íslandi. Í könnuninni er safnað saman margvíslegum upplýsingum sem aukið geta skilning á málefnum sveitasamfélaga og strjálbýlis og stutt við stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. Könnunin er ætluð öllum íbúum 18 ára og eldri í sveitum eða öðru strjálbýli á Íslandi.
Lesa meira ...
Facebook
Twitter
Website
Tíðindi 7. tbl. 30. apríl 2020  
Copyright ©Samband íslenskra sveitarfélaga 2020, Allur réttur áskilinn. 


Netfang:
samband@samband.is

Viltu breyta eða segja upp áskrift?
afskrá af póstlista.

En þeir segja að rauðir logar logi, á leiði hins fátæka verkamanns. 
Lokalínur ljóðsins Verkamaður eftir Stein Steinarr


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Samband íslenskra sveitarfélaga · Borgartún 30 · Reykjavik 108 · Iceland