
Fyrsti maí, einnig kallaður verkalýðsdagurinn, er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Árið 1889 hittust fulltrúar alþjóðasamtaka kommúnista á ráðstefnu í París í tilefni af því að hundrað ár væru liðin frá því að Parísarbúar tóku Bastilluna. Þar var ákveðið að gera fyrsta maí að baráttudegi hreyfingarinnar.
Á Íslandi var fyrsta kröfugangan á fyrsta maí gengin 1923 og hefur dagurinn verið löggiltur frídagur á Íslandi síðan 1966.(Heimild: Wikipedia)
|