Copy
View this email in your browser

Aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna

Alþingi samþykkti á síðasta ári þingsályktun, nr. 37/150, um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025.

Sambandið vonast eftir góðu og árangursríku samstarfi við sveitarfélög og stofnanir þess um þetta mikilvæga málefni. Samhliða þessu bréfi hafa forsætisráðherra og formaður sambandsins undirritað hvatningarbréf til allra sveitarstjórna landsins.

Nánar á vef sambandsins

Í leit að samstarfsaðilum erlendis?

Utanríkisráðuneytið kynnir til sögunnar nýjan gagnagrunn fyrir möguleg samstarfsverkefni í tengslum við Uppbyggingarsjóð EES. Markmiðið er að skapa tækifæri og vettvang fyrir íslenska aðila sem hafa áhuga á samstarfsverkefnum í Evrópu.

Sveitarfélög sem hafa áhuga á að bætast við lista mögulegra samstarfsaðila og setja upplýsingar um sveitarfélagið og verkefnahugmyndir í gagnagrunninn eru hvött til að fylla út skráningarform sem nálgast má í gegnum vef sambandsins.

Nánar á vef sambandsins

Vegvísir.is - nýr gagnvirkur upplýsingavefur

Vegvísir.is er nýr gagnvirkur upplýsingavefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Vegvísir markar tímamót með nýstárlegri framsetningu á opinberum gögnum, en þar verður hægt að fylgjast með fjármögnun, framvindu og árangri í yfir 500 verkefnum og 60 mælikvörðum.

Vefnum er ætlað að vera gagnvirkt mælaborð um samgöngur, fjarskipti og byggðamál og leiðarvísir fyrir almenning um þessa málaflokka. 

Vegvísir.is

Norræn sveitarfélög gegna lykilhlutverki í innleiðingu Heimsmarkmiðanna

Nordregio hefur gefið út skýrslu þar sem farið er yfir innleiðingu norrænna sveitarfélaga á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þar kemur meðal annars fram að sveitarfélög gegna lykilhlutverki eigi markmiðin að ná fram að ganga.

Skýrslan var unnin að beiðni norska sveitarfélagasambandsins og er henni ætlað að þjóna sem leiðsögn fyrir norsk sveitarfélög.

Nánar á vef sambandsins

Ungt fólk á vinnumarkaði og öryggismál

Vinnueftirlitið hefur sent frá sér leiðbeiningar þar sem bent er á ýmis öryggismál er varða sumarvinnu ungs fólks. Sveitarfélög starfrækja vinnuskóla og hafa mörg ungmenni á launaskrá yfir sumartímann. Mikilvægt er að þau fái jákvæða upplifun af því að stíga sín fyrstu skref út á vinnumarkaðinn.

Rannsóknir sýna að ungu fólki er hættara en eldra við að lenda í vinnuslysum og óhöppum en það má meðal annars rekja til skorts á þjálfun og starfsreynslu auk þess sem börn og ungmenni skortir oft þekkingu á þáttum er varða öryggi og heilbrigði við vinnu. Sú skylda hvílir á atvinnurekendum, þ.m.t. sveitarfélögum, að tryggja þeim örugg vinnuskilyrði, viðeigandi persónuhlífar, fræðslu og þjálfun til að sporna gegn slysum.

Nánar á vef sambandsins
Twitter
Facebook
Website
Tíðindi 22. tbl. 3. júní 2021
© Samband íslenskra sveitarfélaga 2021, Allur réttur áskilinn.
Netfang: samband@samband.is

Viltu breyta eða segja upp áskrift? Afskrá af póstlista.
 
Já, það er þetta með alfaraleiðina, er hún ekki bara þar sem maður er. (Börn náttúrunnar)
 
   


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Samband íslenskra sveitarfélaga · Borgartún 30 · Reykjavik 108 · Iceland