Ungt fólk á vinnumarkaði og öryggismál
Vinnueftirlitið hefur sent frá sér leiðbeiningar þar sem bent er á ýmis öryggismál er varða sumarvinnu ungs fólks. Sveitarfélög starfrækja vinnuskóla og hafa mörg ungmenni á launaskrá yfir sumartímann. Mikilvægt er að þau fái jákvæða upplifun af því að stíga sín fyrstu skref út á vinnumarkaðinn.
Rannsóknir sýna að ungu fólki er hættara en eldra við að lenda í vinnuslysum og óhöppum en það má meðal annars rekja til skorts á þjálfun og starfsreynslu auk þess sem börn og ungmenni skortir oft þekkingu á þáttum er varða öryggi og heilbrigði við vinnu. Sú skylda hvílir á atvinnurekendum, þ.m.t. sveitarfélögum, að tryggja þeim örugg vinnuskilyrði, viðeigandi persónuhlífar, fræðslu og þjálfun til að sporna gegn slysum.
|