Copy
View this email in your browser

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga í beinu streymi

Á morgun, föstudaginn 21. maí, fer fram XXXVI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þingið fer fram með rafrænum hætti að þessu sinni.
 
Á landsþinginu mun Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður sambandsins, mæla fyrir tillögu um breytingar á samþykktum sambandsins. Sú tillaga sem felur í sér mesta breytingu frá gildandi samþykktum er um að formaður verði framvegis kosinn beinni kosningu.
 
Í tillögunum er einnig gert ráð fyrir ýmsum öðrum breytingum um framkvæmd stjórnarkjörs. Að hluta snúast þær breytingar um að taka mið af tillögu um breytt fyrirkomulag formannskjörs ásamt því að skerpa á kröfum til breytingartillagna. Til viðbótar er lögð til sú breyting að eingöngu kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum verði kjörgengir í stjórn, sem felur í sér þrengingu frá gildandi reglum um kjörgengi.
 
Unnt verður að fylgjast með framgangi þingsins í beinu streymi á vef sambandsins.

Evrópusáttmáli um Jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum - 15 árum síðar

Í ár fagna Evrópusamtök sveitarfélaga 15 ára afmæli Evrópusáttmála um Jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum. Af því tilefni verður þessum merka áfanga fagnað en á sama tíma fer af stað vinna við að endurskoða og uppfæra sáttmálann.

Sáttmálanum er ætlað að leggja línurnar fyrir jafna stöðu karla og kvenna í sveitarfélögum og stuðla að því að innan sveitarfélaga sé markvisst unnið að jafnri stöðu karla og kvenna.

Samband íslenskra sveitarfélaga mun taka þátt í þessari vinnu. Þeir sem vinna með þennan málaflokk hjá íslenskum sveitarfélögum og hafa áhuga á að taka þátt í endurskoðun sáttmálans eru hvattir til að hafa samband við forstöðumann Brussel skrifstofu sambandsins: ottarfreyr@samband.is

Nánar á vef sambandsins

Breytingar á jarðalögum

Alþingi samþykkti þann 17. maí sl. breytingar á jarðalögum nr. 81/2004 sem hafa töluverð áhrif á starfsemi sveitarfélaga. Lögin öðlast gildi 1. júlí næstkomandi.

Heilt yfir var sambandið fylgjandi breytingunum enda eru þær til þess fallnar að styrkja skipulagsvald sveitarfélaga. Tengill á breytingar á jarðalögum nr. 81/2004 á vef Alþingis.

Sambandið hvetur sveitarfélögin til að kynna sér efni þessar breytinga sem fyrst enda hafa þær eins og áður segir töluverð áhrif á stjórnsýslu þessara mála hjá sveitarfélögunum. 

 
Nánar á vef sambandsins

Drög að endurskoðaðri stefnu í byggðamálum birt í samráðsgátt

Hvítbók um byggðamál, drög að stefnumótandi byggðaáætlun til 15 ára og aðgerðaáætlun til fimm ára, hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar um hvítbókin en frestur til að skila umsögn er til og með 31. maí 2021.

Byggðaáætlun er lýsing á stefnu ríkisins í byggðamálum hverju sinni og samhæfing við aðra stefnumótun og áætlanagerð hins opinbera. Byggðaáætlun skal hafa að meginmarkmiði að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðarlaga um land allt. Sérstök áhersla skal lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf.

Nánar á vef sambandsins

Leyfisbréf kennara verða aðgengileg í gegnum Ísland.is

Markmið vefsins Ísland.is er að bæta stafræna þjónustu við almenning og gera hana skýrari og hraðvirkari. Nú er unnið að því að einstaklingar geti nálgast upplýsingar um starfsleyfi sín í gegnum vefinn og þar ríða kennarar á vaðið.

Vinna við gerð gagnagrunnsins hófst vorið 2020 og er liður í fjárfestingarátaki vegna þróunar stafrænnar þjónustu. Verkefnið er unnið í samstarfi Menntamálastofnunar, Stafræns Íslands og háskólanna.

Nánar á vef sambandsins
Twitter
Facebook
Website
Tíðindi 20. tbl. 20. maí 2021
© Samband íslenskra sveitarfélaga 2021, Allur réttur áskilinn.
Netfang: samband@samband.is

Viltu breyta eða segja upp áskrift? Afskrá af póstlista.
 
Þegar öllu er á botninn hvolft, þá fer allt einhvern veginn, þótt margur efist um það á tímabili.
(Halldór Laxness)

 
   


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Samband íslenskra sveitarfélaga · Borgartún 30 · Reykjavik 108 · Iceland