Copy
View this email in your browser

Gleðilegt sumar!

Sumardagurinn fyrsti er á morgun. Þjóðtrúin segir að frjósi vetur og sumar saman boði það gott sumar. Sú hefð að fagna fyrsti degi sumars er með elstu hátíðum í íslenskri menningu. Sumardagurinn fyrsti var einnig kallaður Yngismeyjardagur og er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrsti mánuðurinn af sex sumarmánuðum samkvæmt gamla tímatalinu.

Starfsfólk Sambands íslenskra sveitarfélaga og Lánasjóðs sveitarfélaga sendir sveitarstjórnarfulltrúum og starfsfólki sveitarfélaga um land allt bestu óskir um gleðilegt sumar - jöfnum bilið í skrúðgöngum sumarsins - 2 metrar takk! 

Skipt búseta barna lögfest

Alþingi hefur samþykkt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á barnalögum sem kveða á um skipta búsetu barna. Lögin öðlast gildi 1. janúar 2022. Markmið laganna er að stuðla að jafnari stöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barns og ákveða að ala það upp saman á tveimur heimilum.

Þannig er gert ráð fyrir að foreldrar geti alfarið unnið saman í öllum málum er varða barnið. Gera þarf samning um skipta búsetu sem sýslumaður staðfestir. Í slíkum samningi þarf að kveða á um sameiginlega forsjá, virkt samstarf foreldra, sameiginlega ákvarðanatöku, nálægð heimila þannig að barn geti sótt einn leik- eða grunnskóla, og eigi frjálsan og greiðan aðgang að samfelldu tómstundastarfi og öðrum frístundum frá heimilum beggja foreldra, sem og samkomulag um hvar barn hefur lögheimili og hvar búsetuheimili. 

Nánar á vef sambandsins ...

Nýir umræðuhópar um málefni sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur stofnað fjóra nýja umræðuhópa á Facebook til að auka samskipti og samráð um einstaka málaflokka.

Um er að ræða umræðuhópa þar sem fjallað verður um úrgagnsstjórnun sveitarfélaga, umhverfis- og skipulagsmál sveitarfélaga, húsnæðismál sveitarfélaga og opinber innkaup sveitarfélaga. Allt eru þetta lokaðir hópar á Facebook fyrir starfsfólk sveitarfélaga, landshlutasamtaka og fyrirtækja í eigu sveitarfélaganna auk sveitarstjórnarfólks. Þeim er ætlað að vera vettvangur skoðanaskipta og upplýsingamiðlunar á viðkomandi málefnasviðum.

Nánar á vef sambandsins ...

Verkfærakista og mælikvarðar um heimsmarkmiðin

Föstudaginn 16. apríl sl. var haldinn fundur fyrir tengiliði í Samstarfvettvangi sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Aðalefni fundarins var að kynna væntanlega verkfærakistu fyrir sveitarfélög um innleiðingu heimsmarkmiðanna á sveitarstjórnarstigi og þróun sameiginlegra mælikvarða fyrir þau.

Aðalefni fundarins var að kynna vinnu sambandsins og Hagstofu Íslands að þróun mælikvarða fyrir sveitarfélög um framgang heimsmarkmiðanna og verkfærakistu fyrir sveitarfélög um heimsmarkmiðin sem er á lokastigi en hún er unnin á vegum verkefnisstjórnar forsætisráðuneytisins um heimsmarkmiðin.

Nánar á vef sambandsins ...
Mynd: Hafsteinn Karlsson

Starfshópur um uppbyggingu eldgosasvæðisins í Geldingadölum

Föstudaginn 16 apríl sl. kynnti ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn áform um að settur yrði á fót starfshópur helstu hagaðila sem falið verði að koma með tillögur um uppbyggingu eldgosasvæðisins í Geldingadölum til skemmri og lengri tíma.

Í hópnum munu eiga sæti fulltrúar landeigendafélaganna tveggja á svæðinu, Grindavíkurbæjar, Áfangastaðastofu Reykjaness, Umhverfisstofnunar, Veðurstofunnar, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Suðurnesjum auk Skarphéðins Berg Steinarssonar, ferðamálastjóra, sem stýrir starfi hópsins.

Nánar á vef sambandsins ...

Nýr vefur - byggingarreglugerd.is

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur opnað sérstakan vef tileinkaðan byggingarreglugerðinni sem finna má á slóðinni byggingarreglugerd.is. Þar er nú hægt að fletta upp á einfaldan hátt í þeim reglum sem gilda um framkvæmdir, leyfi, hönnunargögn og úttektir, svo fátt eitt sé nefnt. Áður var reglugerðina aðeins að finna samsetta í PDF skjali á vef HMS.

Á vefnum er hægt að skoða allar breytingar sem gerðar hafa verið á byggingarreglugerðinni síðan hún tók fyrst gildi og fylgja leiðbeiningar með þar sem finna má nánari skýringar, túlkun eða tæknilegar útfærslur.  

Nánar á vef sambandsins ...

Á vef sambandsins má finna upptalningu á þeim frumvörpum og reglugerðum sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur verið beðið um að veita umsagnir um. Fjöldi umsagna eru nú í ferli hjá sambandinu en þær eru settar á vefinn um leið og þær eru sendar til Alþingis eða til ráðuneyta. Við hvetjum sveitarstjórnarmenn til að líta reglulega við og sjá þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni. 

Twitter
Facebook
Website
Tíðindi 16. tbl. 21. apríl 2021
© Samband íslenskra sveitarfélaga 2021, Allur réttur áskilinn.
Netfang: samband@samband.is

Viltu breyta eða segja upp áskrift? Afskrá af póstlista.
 
Ekki feta troðna slóð, mótaðu heldur þinn eigin veg. (Ralph Waldo Emerson)
 
   


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Samband íslenskra sveitarfélaga · Borgartún 30 · Reykjavik 108 · Iceland