Copy
Skoða póstinn í vafra
Beðist er velvirðingar á því, að rangur póstur fór í útsendingu í gær.

Skipulagsdagurinn 2018, Gamla bíó í Reykjavík, 20. september.
Dagurinn er helgaður því sem efst er á baugi í skipulagsmálum og verður nú sjónum beint að helstu viðfangsefnum sveitarstjórna í upphafi kjörtímabils. Þá verða ný lög um haf- og strandsvæðisskipulag kynnt og nýju landsskipulagsferli verður fylgt úr hlaði ásamt erindum um hvernig flétta megi loftslagsmál, landslag og lýðheilsu sem best inn í skipulagsgerð, svo að dæmi séu tekin úr glæsilegri dagskrá dagsins. Á meðal fyrirlesara er Charles Campion arkitekt og borgarhönnuður í Lundúnaborg og framámaður um samráðsnálgun í skipulagsgerð. Skipulagsdagurinn er haldinn í samstarfi Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Eru allir sem starfa að skipulagsmálum hvattir til að mæta.

Dagskrá og skráning

Landsþing, málþing og jafnréttisdagur í Mosfellsbæ, 20. og 21. september.
Lykilviburðir ársins í jafnréttismálum sveitarfélaga. Í ár verður sjónum m.a. beint að MeToo-áherslum sveitarfélaga og birtingarmyndum kynjanna í samfélaginu. Einnig verður Evrópski jafnréttissáttmálinn kynntur sérstaklega og þau hagnýtu verkfæri sem hann felur í sér fyrir sveitarfélög. Þá eru m.a. hinir ósýnilegu ofbeldismenn og sjúk ást á dagskrá málsþingsins og á jafnréttisdegi Mosfellsbæjar mun ungt fólk fjalla um kynjajafnrétti út frá ólikum sjónarhornum. Hér er kjörið tækifæri fyrir nýkjörna fulltrúa til að setja sig inn í jafnréttismálin.

Dagskrá og skráning

Fjármálaráðstefna 2018, Hilton Reykjavík Nordica, 11. og 12. otkóber.
Skráning er hafin á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga. Meginþema ráðstefnunnar snýr að þessu sinni að verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, gráum svæðum í opinberri þjónustu og stöðu sveitarfélaga gagnvart stórum þjónustuverkefnum. Á meðal erinda fyrri daginn má nefna nýja greiningu Yngva Harðarsonar, framkvæmdastjóri Analytica, á fjárhagslegri sjálfbærni sveitarfélaga og umfjöllun Grétu Sjafnar Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra í Skagafirði, um mismunandi form á samstarfsverkefnum sveitarfélaga. Þá fjalalr Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og Sigrún Þórarinsdóttir, félagsþjónustufulltrúi sambandsins, um grá svæði í opinberri þjónustu. Síðari daginn eru fjórar málstofur í boði, hver á sínu málefnasviði eða fjármálum, fræðslumálum, velferðarmálum og uppbyggingu og innviðum.

Dagskrá og skráning
Smelltu á myndirnar og fáðu nánari upplýsingar um hvern viðburð.
Copyright © Ekki missa af þessu_september_2018
Samband íslenskra sveitarfélaga
Allur réttur áskilinn


Sendu okkur póst ef þú ert með athugasemd eða ábendingu. 
Einnig geturðu skráð þig af útsendingarlista ef þú vilt ekki fá send fleiri Tíðindi.


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Samband íslenskra sveitarfélaga · Borgartún 30 · Reykjavik 108 · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp